Portrett mynd af Agli Sigurjónssyni
CategoriesCompany insights

SecureIT hefur ráðið Egil Sigurjónsson sem ráðgjafa á sviði net- og upplýsingaöryggis.

Egill Sigurjónsson hóf nýlega störf hjá SecureIT sem ráðgjafi á sviði net- og upplýsingaöryggis. „Hann hefur mikla reynslu í netöryggismálum, áhættustjórnun, öryggisstjórnun, hlítingu við hvers kyns staðla og úttektum á netöryggi,“ segir í fréttatilkynningu SecureIT.

Egill lauk meistaragráðu í upplýsingatækni frá Kennesaw State University í Bandaríkjunum. Meðfram námi vann Egill í netöryggi, úttektum og áhættustjórnun fyrir EPIC og Aprio í Bandaríkjunum. Að loknu námi hóf Egill störf sem ráðgjafi í netöryggi hjá KPMG.

Egill tók síðan við stjórnun upplýsingaöryggis hjá SaltPay (áður Borgun) þar sem hann sinnti líka meðal annars hlítingu við staðla og hvers kyns kröfur sem gilda gagnvart færsluhirðum og eftirlitsskyldum aðilum, eftirliti og umsjón með stjórnkerfi upplýsingaöryggis og innra verklagi sem og eflingu öryggisvitundar starfsmanna.

SecureIT hefur ráðið Egil Sigurjónsson

Hjá SecureIT mun Egill nýta reynslu sína í hinum ýmsu verkefnum SecureIT, þ.m.t. við ráðgjöf, sinna starfi öryggisstjóra í útleigu, áhættustjórnun, hlítingu við staðla og ýmis úttektar verkefni.

Smellu hér til að skoða þjónustuframboð SecureIT

Fréttatilkynningin birtist í Viðskiptablaðinu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.