Magnús segir að samstarfið við Resecurity hafi hafist á síðasta ári og það hafi strax farið á flug með fjölda kynninga þar sem fyrirtækjum var sýnd öryggisstaða þeirra og aðila sem að þeim sneru, bæði þjónustuveitenda en líka birgjakeðjunnar og svo öryggi stjórnenda og hagsmunaaðila fyrirtækisins.

„Við erum að reyna að passa upp á hagsmuni okkar viðskiptavina. Ef innbrot á sér stað er ofsalega mikilvægt að hafa sérfræðinga með sér í liði sem kunna að bregðast við. Með samstarfinu við Resecurity er orðin mikil aukning á því sem við gátum gert áður. En þarna erum við með aðila sem geta gert það og hafa sinnt þessari þjónustu fyrir fjölda stórra fyrirtækja um allan heim.“ segir Magnús.

„Bara frá því í desember höfum við látið fjölda aðila vita um hættur sem við höfum fundið gagnvart þeim. Þar er ekki bara um íslensk fyrirtæki að ræða heldur líka alþjóðlega viðskiptavini okkar sem og samstarfsaðila okkar. Þannig að samstarfið hefur skilað heilmiklu nú þegar. Okkar markmið er að við ætlum að sjá um netógnaupplýsingar og greiningar (e. Cyber threat intelligence) á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við vinnum nú þegar fyrir fjölda stórra fyrirtækja en við vinnum líka fyrir smærri fyrirtæki. Við bjóðum jafnframt sérstök kjör fyrir alla aðila sem tilheyra heilbrigðiskerfinu. Það er alþjóðleg stefna hjá okkur og samstarfsaðilum okkar. Samfélagið myndi ekki þola það ef viðkvæmar upplýsingar um heilsufar fólks yrðu gerðar opinberar. Við viljum að sjálfsögðu passa upp á að það gerist ekki.“

Magnús segir að netógnir fari vaxandi og markmið SecureIT sé að vernda sína viðskiptavini. Öll stafræn kerfi þeirra og alla tækni sem snýr að fyrirtækinu og fólkinu sem þar vinnur.

„Viðskiptavinir hafa verið gríðarlega ánægðir með okkar þjónustu. Fólk er að standa sig vel en það er svo mikið af ógnum í gangi og erfiður leikur fyrir fólkið í fyrirtækjunum að passa upp á allt. Þess vegna erum við að veita þessa þjónustu. Hún er gríðarlega mikilvæg, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur persónulega hagsmuni fólks.“


Nánari upplýsingar um Resecurity má finna á resecurity.com. Nánari upplýsingar um SecureIT má finna á secureit.is.

Greinin birtist upphaflega í Fréttablaðinu þann 28. janúar 2022