
SecureIT hlýtur styrk úr Eyvör NCC-IS netöryggissjóðnum fyrir Netbrynju – fræðsluverkefni í netöryggi fyrir börn
SecureIT hefur hlotið styrk úr Eyvör NCC-IS sjóðnum fyrir Netbrynju – nýjan stafrænan vettvang sem kennir börnum að forðast netógnir með gagnvirku efni og gervigreind.
SecureIT hefur hlotið styrk úr Eyvör NCC-IS netöryggissjóðnum fyrir nýjasta verkefnið okkar, Netbrynja – stafrænan fræðsluvettvang sem kennir börnum á aldrinum 8–15 ára að þekkja og forðast netógnir.
Styrkurinn er veittur af Eyvör NCC-IS í gegnum Rannís og er hluti af Digital Europe áætlun Evrópusambandsins. Hann styður við nýsköpunarverkefni sem efla netöryggi og stafræna meðvitund á Íslandi. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera meðal þeirra sem hlutu styrk í þessari samkeppni sem leggur áherslu á fræðslu, seiglu og öryggi í stafrænum heimi.
Netbrynja er gagnvirkur og snjall fræðsluvettvangur þar sem börn fá tækifæri til að læra um netöryggi í gegnum aðgengilegt efni og samtalsmiðaða gervigreindaraðstoð. Lausnin er hönnuð með notendavænt viðmót, þannig að börn geti lært á sínum hraða, á tækjum sem þau þekkja og nota daglega. Verkefnið styður einnig við kennara og foreldra í fræðslu og umræðu um örugga netnotkun.
Hjá SecureIT leggjum við mikla áherslu á að netöryggisfræðsla hefjist snemma – og að hún sé aðgengileg, fræðandi og hvetjandi. Netbrynja er skref í þá átt að byggja upp öflugri stafræna meðvitund og öruggari netnotkun hjá næstu kynslóð.
Við hlökkum til að vinna áfram að þessu mikilvæga verkefni og munum deila nánari upplýsingum um framvindu þess á næstunni. Við þökkum Eyvör NCC-IS og Rannís kærlega fyrir stuðninginn og traustið.
Sjá á fréttagrein Stjórnarráðs um verkefnið hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/05/19/Eyvor-97-milljonum-uthlutad-i-netoryggisstyrki-/