SecureIT logo
Main post image

SecureIT hlýtur viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki annað árið í röð



Við erum stolt af því að tilkynna að SecureIT hefur hlotið viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024 frá Creditinfo. Þetta er annað árið í röð sem við fáum þessa viðurkenningu, sem staðfestir styrk og stöðugleika í rekstri okkar.

Hvað þýðir viðurkenningin?

„Framúrskarandi fyrirtæki“ er árleg viðurkenning Creditinfo sem aðeins um 2,5% íslenskra fyrirtækja fá. Skilyrðin fela m.a. í sér:

  • Jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • Jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall að lágmarki 20% þrjú rekstrarár í röð
  • Skila ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Vera í lánshæfisflokki 1–3

Það er því ekki sjálfgefið að komast á listann, viðurkenningin endurspeglar styrk, traust og heilbrigðan rekstur.

Hvað segir þetta um okkur?

Fyrir okkur þýðir þetta að við erum á réttri leið með að byggja upp fyrirtæki sem stendur traustum fótum og er tilbúið til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta er líka viðurkenning á vinnu starfsfólks okkar, samstarfsaðila og viðskiptavina án þeirra væri þessi árangur ekki mögulegur.

Framtíðarsýn

Við ætlum ekki að stoppa hér. Markmið okkar er að halda áfram að vaxa, styrkja þjónustu okkar og skapa enn meira virði fyrir viðskiptavini okkar. Viðurkenningin er hvatning til að halda áfram á sömu braut með fagmennsku, áreiðanleika og framtíðarsýn að leiðarljósi.

Við þökkum viðskiptavinum okkar traustið og samstarfið, það er grunnurinn að þessum árangri.